Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, er ekki hrifinn af sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni, ef marka má færslu hans á Facebook frá því í kvöld.
Þar segir Þorsteinn:
„Ætlaði að horfa á Eurovision í kvöld og hvetja Dimmu en þegar ég sá að Gísli Martröð er partur af sjóinu er ég að pæla í að leggja mig.“
Í athugasemd er Þorsteinn inntur eftir því hvort það gæti verið að hann sé reiður út af einhverju öðru en veru Gísla í Söngvakeppninni, þar sem Gísli sé nú ekki svo slæmur að það réttlæti að leggjast í koju um miðjan dag vegna. Þorsteinn hins vegar telur það fullkomlega réttlætanlega ástæðu: „Gísli er nógu slæmur til að fara ekki á fætur“
Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelsons, skrifar í athugasemd: