fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Meiðyrðamál eftir tilkynningu til barnaverndarnefndar – Sögð vera með anorexíu, króníska athyglissýki og lygasýki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 14:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu sem lagði inn tilkynningu til barnaverndarnefndar, þar sem hún viðraði áhyggjur af sonum eiginmanns síns, var stefnt í meiðyrðamáli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Stefnandinn, barnsmóðir eiginmanns hinnar stefndu, krafðist ómerkingar fjölda fullyrðinga um sig til barnaaverndarnefndar og miskabóta að fjárhæð tveggja milljóna króna.

Synirnir eru tveir drengir á grunnskólaaldri og áttu þeir lögheimili hjá móðurinni en dvöldust í umgengni reglulega hjá föður sínum og eiginkonu hans, sem sendi inn tilkynninguna.

Meðal fjölda fullyrðinga um sig sem konan vildi fá ómerktar voru eftirfarandi:

Að hún glímdi við alvarleg andleg veikindi.

Að drengirnir fari sjaldan í bað.

Að drengirnir séu oftast í skítugum fötum.

Að hún sé með anorexíu og það sé aldrei annað í kvöldmat en salat og dósamatur en sjálf nærist hún ekkert.

Að hún sé búin að koma því inn hjá 8 ára syni sínum að hann sé of feitur og hann hafi áhyggjur af því.

Að hún tali stöðugt illa um föður drengjanna og fjölskyldu hans við þá.

Að hún hafi verið í sambandi við ofbeldismann í átta mánuði.

Að hún sé með króníska athyglissýki, lygasýki og sæki í stöðu fórnarlambs.

Að hún geti ekki tekið rökréttar ákvarðanir um hvað sé hollt og nauðsynlegt í uppeldi drengjanna.

Segir að fullyrðingarnar séu ýktar og upplognar

Til kasta dómsins kom það álitamál hvort tilkynning til barnaverndarnefndar jafnaðist á við önnur opinber ummæli og hvort gera yrði sönnunarkröfur til þeirra sem sinna slíkri tilkynningarskyldu. Móðirin sagði fullyrðingar eiginkonu föður drengjanna vera ýmist ýktar eða upplognar. Sannað þótti að sjálf hefði hún viðurkennt að hún stríddi við andlega veikindi.

Samkvæmt lögum er það refsivert að bera á borð vísvitandi rangar fullyrðingar til barndaverndanefndar. Hins vegar er það mat dómsins að ekki sé hægt að gera sömu kröfur til tilkynnanda til barnaverndarnefndar um gögn á bak við fullyrðingar sínar og til dæmis til blaðamanna. Var það mat dómsins að ekki væri tilefni til að ómerkja ummælin og kröfu um miskabætur var hafnað.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi