fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingurinn sem sýktist af COVID-19 var í skíðaferð á Ítalíu með fjölskyldunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti Íslendingurinn sem greinst hefur með COVID-19 veiruna var í skíðaferð á Ítalíu með eiginkonu og dóttur og vinafólki. Hann er á fimmtugsaldri og fór utan 15. febrúar og kom heim aftur 22. febrúar.

Hann veiktist nokkrum dögum eftir heimkomuna og leitaði lækninga á Landspítalanum. Sýnataka var í gær og veiran greindist í sýninu í dag.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Landlæknisembættisins og Embættis sóttvarnalæknis sem nú stendur yfir.

Maðurinn er ekki alvarlega veikur en er með fremur væg öndunareinkenni. Eiginkona hans og dóttir hans hafa einnig verið rannsökuð, sem og vinafólk í ferðinni.

Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans.

Fram kom í máli Ölmu Möller, landlæknis, að nú væri unnið að því að finna þá einstaklinga sem greinst hafa með veiruna. Hún benti á að 80% þeirra sem veikjast séu einkennalitlir en 5% veikist alvarlega, en flestir þeirra fá lungnabólgu.

Alma segir að íslenskt heilbrigðiskerfi hefði undanfarna mánuði verið að búa sig undir komu veirunnar. Heilsugæslan um land allt væri þar í framlínu. Þeir sem eru mögulega smitaðir skulu hringja í síma 1700 og í kjölfar símtals er metið hvort beita eigi sýnatöku, senda í sóttkví eða einangrun.

Þess má geta að maðurinn og fjölskylda hans eru sögð hafa tekið tíðindunum af miklu æðruleysi og veittu greiðlega upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi