fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

EVE Fanfest aflýst vegna Kórónuveirunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikjaframleiðandinn CCP hefur ákveðið að aflýsa EVE Fanfest, sem fara átti fram í Hörpu í Reykjavík 2.-4. apríl nk., vegna kórónuveirunnar (COVID-19). Skipuleggjendur hátíðarinnar segja ákvörðunina erfiða en hún sé nauðsynleg í ljósi aðstæðna. Hjá ýmsum alþjóðlegum fyrirtækjum séu nú í gildi takmarkanir á lengri ferðalögum starfsmanna. Eftir ítarlega greiningu á áhrifum þessara ráðstafana á skráða þátttakendur á Fanfest, sem og þeirri staðreynd að margir spilarar EVE sem sæki hátíðina komi um langan veg og frá öllum heimshornum, hafi verið ljóst að óhjákvæmilegt væri að hætta við hátíðina í ár. Ákvörðunin hafi verið tekin að vandlega íhuguðu máli.

Í tilkynningu sem CCP hefur sent spilurum EVE Online segir að eflaust muni þessi ákvörðun valda einhverjum þeirra vonbrigðum en þeir muni vonandi sýna aðstæðunum skilning.

Þetta hefði verið í 15. sinn sem EVE Fanfest færi fram. Hátíðin nýtur mikilla vinsælda um heim allan og var búist við um þúsund spilurum alls staðar að úr heiminum hingað til lands.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli