fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Brotist inn í vinnuvélar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 18:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö innbrot í vinnuvélar í umdæminu í febrúar, en GPS tækjum var stolið í þeim báðum. Um töluverð verðmæti er að ræða og því er tjónið mjög bagalegt fyrir eigendur vinnuvélanna.

Í mánuðinum hefur einnig verið tilkynnt um innbrot í vinnuvélar á Norðurlandi, en þar höfðu þjófarnir sömuleiðis GPS tæki á brott með sér. Ekki er ósennilegt að málin tengist, en innbrotin eiga sér að jafnaði stað um helgar að kvöld- og/eða næturlagi.

Eigendur og umráðamenn vinnuvéla eru hvattir til að vera á varðbergi og gera ráðstafanir, t.d. að fjarlægja GPS tæki úr vinnuvélum eftir því sem við verður komið, þ.e. þegar vélarnar eru ekki í notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli