fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Mæla ekki gegn ferðalögum til Tenerife

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mælir ekki gegn ferðum til Tenerife, en eins og fram hefur komið í fréttum greindist veiran í ítölskum manni sem dvelur á sama hóteli og hópur Íslendinga.

Í stöðuskýrslu almannavarna vegna Covid-19 kórónaveirunnar kemur fram að ekki séu vísbendingar um að tilfellin séu fleiri og veiran hafi breiðst út á Tenerife.

„Að sinni er því ekki mælt gegn ferðum til Tenerife. Hins vegar er brýnt að þeir sem annað hvort eru á svæðinu eða hyggja á ferðalög þangað hugi vel að persónulegu hreinlæti og fylgi fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á svæðinu. Þegar komið er heim til Íslands er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum íslenskra heilbrigðisyfirvalda sem uppfærð eru reglulega og birt á vef embættis landlæknis,“ segir í skýrslunni.

Tekið er fram að enginn hafi greinst á Íslandi en 35 sýni verið rannsökuð sem öll reyndust neikvæð. Þá er bent á áhættumat Sóttvarnastofnunar Evrópu þess efnis að líkurnar aukist á að veiran dreifi sér um Evrópu frá öðrum löndum en Kína. Ísland er þar engin undantekning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“