fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 17:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, vill að yfirvöld í Kópavogi bregðist við hrottafullri árás unglinga á ungan dreng fyrir skömmu, en myndskeið af barsmíðunum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Sigurbjörg vill að bæjaryfirvöld grípi til aðgerða gegn ofbeldi. Hún hefur sent eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla um málið:

„Í síðustu viku fór í dreifingu myndskeið af hrottafenginni árás á fjór­tán ára dreng við biðstöð Strætó í Hamra­borg í Kópa­vog þar sem hann sætti barsmíðum af hendi hóps sér eldri unglingspilta. Málið hefur eðlilega vakið óhug, og valdið óöryggi meðal barna sem upplifa sig ekki lengur örugg á svæðinu.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, gerði árásina að umræðuefni á fundi bæjarstjórnar í Kópavogi í dag og kallar eftir viðbrögðum bæjaryfirvalda sem bera ábyrgð. Það þarf að senda skýr skilaboð um að þessi hegðun sé alls ekki í lagi og gera allt til þess að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Sigurbjörg Erla hefur því sent erindi til bæjarráðs með tillögu þess efnis að Kópavogsbær hefji átak gegn einelti og ofbeldi meðal ungmenna. Jafnframt vill hún kalla til fulltrúa frá lögreglunni til þess að ræða verklag þeirra þegar upp koma mál sem varða ofbeldi og mismunun meðal ungmenna.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leggur þá skyldu á stjórnvöld að hafa virkar ráðstafanir til að greina og bregðast við tilfellum þar sem barn hefur sætt illri meðferð. Kópavogsbær er þar ekki undanskilinn og ber skyldu til að bregðast við með viðeigandi ráðstöfunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs