fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Shanghai tapaði málinu gegn RÚV sem mátti greina frá því að grunur væri um vinnumansal á staðnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrrdag var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í meiðyrðamáli eiganda veitingastaðarins Shanghai á Akureyri gegn Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings um staðinn sumarið 2017. Í fréttinni var greint frá því að eigandi Shanghai á Akureyri væri grunaður um mansal, grunur væri um að mánaðarlaun starfsfólks á staðnum væru 30.000 krónur og að fólkið lifði á matarafgöngum á staðnum. Sagt var að verkalýðsfélagið Eining-Iðja væri með málið til skoðunar og fulltrúar þess hefðu rætt við starfsfólk veitingastaðarins.

Eigandi Shanghai krafðist 3 milljóna króna í miskabætur og um 12 hundruð þúsunda króna til kostunar á birtingu dóms í fjölmiðlum. Þá var krafist greiðslu málskostnaðar.

Aldrei hefur sannast vinnumansal á eiganda Shanghai, Rositu Yufan Zhang, og hefur hún aldrei verið ákærð fyrir slíkt brot, hvað þá sakfelld. RÚV hafði heimildar sínar um að grunsemdir væru um vinnumansal á staðnum meðal annars frá forsvarsmönnum verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju sem fóru í eftirlitsferð á staðinn. Ennfremur hafði lögregla afskipti af staðnum. RÚV staðhæfði aldrei að eigandinn væri sekur um vinnumansal eða hefði verið ákærður fyrir vinnumansal heldur að grunsemdir væru um slíkt. Sá fréttaflutningur byggðist á traustum heimildum, að mati dómsins.

Í dómi héraðsdóms er kveðið á um ríkt frelsi fjölmiðla til að greina frá málum sem eiga erindi í þjóðfélagsumræðuna. Grunur viðurkenndra eftirlitsaðila á borð við lögreglu og verkalýðsfélaga um vinnumansal séu upplýsingar sem eigi erindi til almennings og réttur fjölmiðla til að greina frá þeim sé ríkur.

RÚV var sýknað af kröfu eiganda Shanghai og eigandinn var jafnframt dæmdur til greiðslu málskotnaðar.

Dóminn, sem er langur og ítarlegur, má lesa í heild hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Í gær

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur mátaði höll Samherja við dimman dag – „Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“

Hallgrímur mátaði höll Samherja við dimman dag – „Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“