fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Verkfall Eflingar hófst á miðnætti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 08:00

Frá mótmælum Eflingar í Ráðhúsinu. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðnætti hófst ótímabundið verkfall um 1.800 félagsmanna í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ekki hefur verið haldinn samningafundur í tíu daga og ekki hefur verið boðað til næsta fundar. Samkvæmt lögum verður að boða til samningafundar innan tveggja vikna frá síðasta fundi.

„Við skynjum mikinn meðbyr og stuðning. Við skynjum það líka að þessi umræða um vinnu fólks og mat á störfum er að opnast.“

Hefur Fréttablaðið eftir Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, í umfjöllun um verkfallið. Hann sagði jafnframt að það hafi verið áhugavert að hlusta á umræðuþætti helgarinnar því fólk sé nú byrjað að nálgast umræðuna á annan hátt.

„Það er bara bein afleiðing af þessari baráttu okkar. Þótt við eigum auðvitað eftir að sjá hverju hún skilar þá held ég að við höfum galopnað þessa umræðu.“

Er haft eftir honum.

Áhrifa verkfallsins mun gæta einna mest á leikskólum borgarinnar. Auk þess skerðist matarþjónusta í grunnskólum og á annað þúsund notendur velferðarþjónustu verða fyrir áhrifum af verkfallinu. Hreinsunarstörfum innan borgarlandsins verður ekki sinnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ruddust inn á heimili með skotvopn og höfðu á brott með sér sjónvarp, stól, fatnað, skó og hálsmen

Ruddust inn á heimili með skotvopn og höfðu á brott með sér sjónvarp, stól, fatnað, skó og hálsmen
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar