fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Ungmenni tóku upp árás á Suðurnesjum – „Hvar er þúsundkadlinn minn?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 14:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir ungir drengir hafa verið dæmdir fyrir líkamsárás sem beindist að öðrum ungum dreng í Reykjanesbæ en árásin náðist á myndband.

Drengirnir voru allir 16 ára gamlir þegar árásin átti sér stað í september árið 2017 fyrir utan matsölustaðinn Ungó í Reykjanesbæ. Brotaþolinn hlaut smávægilega ytri áverka af árás piltanna, vægt mar og bólgu við vinstra auga og mjög vægt skrámusár á vinstra hné. Auk þess var hann greindur með þreifieymsl, að því er fram kemur í dómi

Eins og áður segir þá var árásin tekin upp á myndband. Myndbandið er einungis 49 sekúndur að lengd en í dómnum segir að í því megi greinilega sjá tvo þeirra ákærðu ráðast á brotaþolann. Allir drengirnir neituðu þó sök en enginn drengjanna kvaðst þekkja sig á upptökunni. Dómurinn mat þó framburð þeirra ótrúverðugan.

Þá er einnig sagt frá því að einn þeirra ákærðu hafi fengið greitt fyrir barsmíðarnar. „Hvar er þúsundkadlinn minn?“ á hann að hafa sagt eftir að hann kýldi brotaþolann í andlitið auk þess sem hann er sagður hafa montað sig af því að hafa fengið greitt fyrir höggið.

Allir drengirnir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Einn drengjanna var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi en hinir voru allir dæmdir í eins mánaðar fangelsi. Þá voru þeir einnig dæmdir til að greiða brotaþola 400 þúsund krónur ásamt því að borga réttargæslumanni brotaþola rúmlega 400 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“