fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Heimsendastemning í verslunum á höfuðborgarsvæðinu – Fólk hamstraði og hljóp með vörurnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint hefur verið frá í dag er spáð fárviðri á öllu landinu á morgun. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir allt landið en rauð viðvörun er á höfuðborgarsvæðinu og öllu sunnanverðu landinu. Þetta hefur orðið til þess að fólk hópaðist út í matvöruverslanir í dag og tæmdu hillurnar.

Mbl.is greindi frá því að ástandið hefði verið verra í dag en á Þorláksmessu í matvöruverslunum. Mbl.is ræddi við Guðmund­ Marteins­son, fram­kvæmda­stjóra Bón­uss, enn samkvæmt honum verða verslanir Bónuss ekki opnaðar á morgun fyrr en óveðurið hefur gengið yfir.

Hillur verslana voru farnar að tæmast á sjötta tímanum í dag. Viðskiptavinur nokkur sem ræddi við mbl.is sagðist hafa þurft að fara í nokkrar verslanir til að leita eftir brauði. „Það er brjálað að gera, það er bara staðan,“ sagði Guðmundur en allt gekk þó áfallalaust fyrir sig í dag. Miðað við myndirnar sem mbl.is birti þá er ljóst að fólk hafi verið að hamstra vegna óveðursins.

Sólrún nokkur segir á Twitter-síðu sinni að það hafi verið heimsendastemning í Krónuverslun sem hún fór í. „Hefði átt að taka með mér bók til að lesa meðan ég bíð í röðinni í Krónunni. Aldrei séð svona mikið af fólki og sumar hillur eru skuggalega tómar,“ segir Sólrún. „Sum pör hérna eru búin að taka uppá því að annað stendur í röð með kerru og barn og hitt kemur hlaupandi með vörur og það bara gengur glimrandi hjá þeim að fylla.“

Rauða viðvörunin stendur yfir á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 11 á morgun en appelsínugul viðvörun verður í gildi eftir það og til klukkan 15:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Í gær

Bjarni ómyrkur í máli um landsleik Íslands og Ísraels á morgun

Bjarni ómyrkur í máli um landsleik Íslands og Ísraels á morgun
Fréttir
Í gær

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni