fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Annrík nótt hjá lögreglu – Alls 75 mál: Ölvun, vímuefni og umferðaóhöpp

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. febrúar 2020 09:38

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afskipti voru höfð af pari sem skellti sér í heita pottinn í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í nótt í leyfisleysi og banni. Þau eiga von á kæru fyrir sundferðina, segir í tilkynningu lögreglu.

Nóttin var almennt erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi og voru alls 75 mál skráð síðan um fimm leytið í gærdag. Nokkuð var um umferðaóhöpp vegna hálku sem myndaðist á höfuðborgarsvæðinu en engin slys urðu í þessum óhöppum. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir þar sem þeir voru undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.

Tilkynnt um mjög ölvaðan mann í hverfi 112 þar sem hann var að reyna að komast inn í hús í hverfinu, þegar rætt var við hann kom í ljós að hann átti heima í næsta nágrenni en sökum vímuástands gerði hann sér ekki grein fyrir staðsetningu sinni. Honum fylgt heim til sín þar sem tekið var á móti honum.

Tveir menn voru handteknir í hverfi 105 vegna líkamsárásar og var annar þeirra vistaður í fangageymslu þar sem ekki var hægt að yfirheyra hann sökum ölvunar en hinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt um bílveltu í Hvalfirði, engin meiðsli á fólki en bifreiðin óökufær eftir veltuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára