fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Annrík nótt hjá lögreglu – Alls 75 mál: Ölvun, vímuefni og umferðaóhöpp

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. febrúar 2020 09:38

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afskipti voru höfð af pari sem skellti sér í heita pottinn í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í nótt í leyfisleysi og banni. Þau eiga von á kæru fyrir sundferðina, segir í tilkynningu lögreglu.

Nóttin var almennt erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi og voru alls 75 mál skráð síðan um fimm leytið í gærdag. Nokkuð var um umferðaóhöpp vegna hálku sem myndaðist á höfuðborgarsvæðinu en engin slys urðu í þessum óhöppum. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir þar sem þeir voru undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.

Tilkynnt um mjög ölvaðan mann í hverfi 112 þar sem hann var að reyna að komast inn í hús í hverfinu, þegar rætt var við hann kom í ljós að hann átti heima í næsta nágrenni en sökum vímuástands gerði hann sér ekki grein fyrir staðsetningu sinni. Honum fylgt heim til sín þar sem tekið var á móti honum.

Tveir menn voru handteknir í hverfi 105 vegna líkamsárásar og var annar þeirra vistaður í fangageymslu þar sem ekki var hægt að yfirheyra hann sökum ölvunar en hinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt um bílveltu í Hvalfirði, engin meiðsli á fólki en bifreiðin óökufær eftir veltuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur tætir í sig greiningardeildir bankanna

Vilhjálmur tætir í sig greiningardeildir bankanna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“