fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

5 frægir sem lentu í netníðingum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. febrúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netníðingar eru því miður algengari en halda mætti og oft er sagt að einstaklingur sé ekki búinn að „meika það“ fyrr en óprúttinn aðili stelur nafni viðkomandi. Á tækniöld fer svona auðvitað mest fram á samfélagsmiðlum og samskiptaforritum, en þessir Íslendingar eiga allir það sameiginlegt að hafa brugðið við þegar nafn þeirra var farið að spyrjast út á vafasaman veg.

 

Eftirsóttur að venju

Snemma árs 2018 var stofnaður aðgangur á stefnumótasíðunni Tinder í nafni Rúriks Gíslasonar knattspyrnumanns, en einnig var stofnaður Instagram-reikningur í hans nafni. Rúrik tók tíðindunum ekki vel og kærði atvikið á þeim forsendum að það væri brot á friðhelgi einkalífs hans.

 

Ekki hinsegin

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir leiðrétti misskilning fyrr á árinu þegar óprúttinn einstaklingur sagði hana vera lesbíska. Á stefnumótaforritinu HER var birt mynd af henni á fölskum aðgangi þar sem Sunneva var sögð heita Anna, en HER er einmitt stefnumótaforrit fyrir hinsegin konur.

 

Bubbi í bobba

Mynd: Eyþór Árnason

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár leitað réttar síns vegna falsreiknings í hans nafni á Instagram. Bubbi leitaði til lögreglu, tölvusérfræðinga og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum hvað þetta varðar.

Ekki Aron

Dag einn kom Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður auga á kunnuglegt andlit á Tinder. Hann ákvað þó að slá á létta strengi þegar hann greindi frá svikahrappnum, sem gekk undir nafninu Aron, og bað hann notendur um að vinsamlegast tilkynna sig.

Kunni ekki íslensku

Nýverið var stofnaður Twitter-aðgangur í nafni Hildar Guðnadóttur tónskálds. Á þessum aðgangi hafði umsjónarmaður hans samband við ýmsa fylgjendur og þótti sumum skjóta skökku við að eigandinn kynni ekki íslensku. Þegar Hildur tilkynnti svikin spratt upp annar aðgangur, sem nú er búið að loka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf