fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Fyrrverandi eigandi veitingastaðanna Asíu og Sjanghæ sakfelldur fyrir stórfellt smygl – Kom með asíska matargerð til Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. febrúar 2020 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gilbert Khoo, sem flutti til Íslands árið 1978 og rak hér um árabil fjölda vinsælla veitingastaða þar sem asísk matargerð var í forgrunni, hefur nú verið sakfelldur á Englandi fyrir stórfellt smygl á álaseiðum (gleráli), tegund sem telst í útrýmingarhættu. Samkvæmt tilkynningu lögregluyfirvalda smyglaði Gilbert dýrunum á tímabilinu 2015 til 2017 frá Englandi til Hong Kong. Hann hefur undanfarin ár verið umsvifamikill fisksali en upp komst um athæfi hans við tollskoðun á Heathrow flugvelli árið 2017. Hafði hann falið samtals 200 kg af ungálum undir farmi af frystum fiski. Hann geymdi álabirgðir í vöruskemmu og umpakkaði vörunni fyrir smygl til Hong Kong.

Gilbert var fundinn sekur um smygl að verðmæti hátt í andvirði 900 milljóna íslenskra króna, fyrir dómstóli í London, þar sem hann býr. Í dómnum er honum álasað fyrir að hafa með þessum hætti unnið skaða á dýrategund í útrýmingarhættu til þess eins að hagnast fjárhagslega, en ungáll er mjög eftirsótt vara í Asíu.

Gilbert, sem er fæddur og uppalinn í Malasíu, var þekktur og umsvifamikill veitingamaður á Íslandi síðustu tvo áratugi síðustu aldar. Líklega er hann þekktastur fyrir rekstur veitingastaðanna Sjanghæ og Asíu við Laugaveg en hann átti marga fleiri, meðal annars stofnaði hann skyndibitastaðinn Bamboo í Mjóddinni. Má fullyrða að Gilbert hafi átt stóran þátt í að Íslendingar kynntust asískri matargerð.

Refsing til handa Gilbert Khoo, sem er 66 ára gamall, verður ákveðin þann 6. mars næstkomandi.

Meðfylgjandi er mynd og myndatexti úr tímaritinu Frjáls verslun úr kynningu á veitingastaðnum Sjanghæ. Fréttir og kynningar á starfsemi Gilberts hér á landi voru algengar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Þess má geta að Gilbert er enn með íslenska kennitölu. Í þjóðskrá er hann skráður til heimilis í Bretlandi. Hann heitir fullu nafni Gilbert Yokpeck Khoo. Lögregludeildin sem annaðist rannsókn málsins ber heitið National Crime Agency. Samkvæmt tilkynningu frá deildinni smyglaði Gilbert álunum undir nafni fyrirtækis sem ber heitið Icelandic Commodities Exports Ltd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf