fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Inga vill loka fyrir komu kínverskra ferðamanna til landsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 11:21

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðan er miklu mun alvarlegri ef marka má heimildir frá íbúum á svæðinu. Hvað er í gangi hér að við séum ekki búin að loka algjörlega fyrir komu kínverskra ferðamanna til landsins á meðan þessar hörmungar ganga yfir,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Inga hefur miklar áhyggjur af útbreiðslu kórónaveirunnar en tæplega 30 þúsund manns hafa nú smitast af veirunni í Kína. Tala látinni hækkar samhliða fleiri tilfellum veirunnar en í morgun voru 565 dauðsföll staðfest. Langflest tilvikin hafa greinst í Kína og þá einna helst í Hubeihéraði þar sem Wuhan er stærsta borgin.

„Kínverski sendiherrann hér á landi aflýsti áður boðaðri nýársgleði hérlendis strax og vitað var um veiruna. En íslensk stjórnvöld sitja og bíða, sjá bara til,“ segir Inga í færslu á Facebook-síðu sinni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir við Morgunblaðið í dag að mælst sé til þess að Íslendingar sem koma frá Kína fari í 14 daga sóttkví. Rætt hafi verið hvort beita ætti sömu aðferð við erlenda ferðamenn en það hafi reynst erfitt í framkvæmd. Ferðamenn frá Kína séu beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga ef þeir veikjast og svipuðum aðferðum hafi verið beitt í öðrum löndum.

„Við sjá­um að ár­ang­ur er að nást t.d. í Evr­ópu. Það er ekki mikið um út­breiðslu frá þess­um til­fell­um sem hafa greinst,“ sagði Þórólf­ur í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“