fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Gat á sjókví í Dýrafirði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun barst á laugardag tilkynning frá Arctic Sea Farm um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Eyrarhlíð í Dýrafirði.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að gatið hafi uppgötvast við neðansjávareftirlit og er viðgerð lokið. „Samkvæmt upplýsingum Arctic Sea Farm var gatið um 99 cm rifa á 20 m dýpi. Í þessari tilteknu kví voru um 170.000 laxar með meðalþyngd 2,4 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 22. janúar sl. og var nótarpoki þá heill,“ að því er fram kemur í tilkynningunni.

Þá segir að eftirlitsmaður Matvælastofnunar hafi skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. „Arctic Sea Farm lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnudag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“