fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Magnús fílar þættina um siðspilltu Norðmennina: Vill bara ekki að börnin geti séð þá – „Þetta eru sturlaðir þættir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Símans, virðist vera mikill aðdáandi norsku þáttanna Exit. Eins og greint var frá í morgun hefur Síminn lagt fram kæru á hendur RÚV hjá fjölmiðlanefnd.

Ástæðan er sú að þættirnir, sem eru aðgengilegir á spilara RÚV, eru opnir öllum – líka börnum – þó þeir séu stranglega bannaðir. Aðgangsstýringar gætu komið í veg fyrir þetta en það er ekki fyrir þeim að fara í spilara RÚV.

Í þáttunum má meðal annars sjá fíkniefnaneyslu og ofbeldi auk þess sem aðalsöguhetjurnar nýta sér þjónustu vændiskvenna óspart. Á vef RÚV um þættina segir:

„Norska sjónvarpsþáttaröðin Exit sem fjallar um úrkynjaðan og siðspilltan lífstíl manna úr fjármálaheiminum hefur orðið til þess að kvörtunum góðborgara hefur rignt yfir Norska ríkissjónvarpið NRK frá frumsýningu þeirra síðasta haust.“

Magnús Ragnarsson tjáði sig um málið á Twitter í morgun eftir að pistlahöfundurinn Hrafn Jónsson sagði að fréttin um kæruna hefði „gírað hann upp í að horfa“ á þættina. Magnús mælir heilshugar með þeim.

„Þetta eru sturlaðir þættir – mæli heilshugar með þeim,“ segir hann en bætir svo við að RÚV spili bara eigin leik burtséð frá leikreglum. Sagðist hann vona að þetta muni breytast þegar „hinn löghlýðni“ Stefán Eiríksson sest í stól útvarpsstjóra, en Stefán var sem kunnugt er ráðinn í starfið í síðustu viku.

Magnús vísar svo í 38. Grein fjölmiðlalaga sem virðast vera nokkuð skýr hvað þetta varðar:

„Heimilt er að miðla hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntun sem ekki er talið við hæfi barna að því tilskildu að tryggt sé með viðeigandi tæknilegum ráðstöfunum að börn hafi ekki aðgang að því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“