fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Tveir prófaðir á Íslandi vegna gruns um kórónaveiru – Bæði sýnin neikvæð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2020 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst með kórónaveiruna á Íslandi. Tvö sýni voru þó prófuð hér á landi um helgina, á laugardag og sunnudag, og reyndust þau bæði neikvæð. Í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónaveirunnar kemur fram að ekki hafi reynst sterkur grunur um smit, en próf til að greina kórónaveiruna eru nú komin í notkun á sýkingavarnadeild Landspítalans.

Í skýrslunni kemur fram að sóttvarnarlæknir og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafi fundað í morgun. Á fundinum var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands.

„Ekki virðist vera aukning á nýgengi veirunnar erlendis, sem er jákvætt og einkennalausir einstaklingar virðast ekki smita. Nauðsynlegt er að samfélagið allt sé virkjað í aðstæðum sem þessum, atvinnulíf og stofnanir uppfæri sínar viðbragðsáætlanir og séu viðbúnar ef veiran berst hingað til lands með margvíslegum afleiðingum,“ segir í skýrslunni.

Þá er áfram unnið að upplýsingamiðlun í gegnum margvíslegar leiðir, s.s. símatextaskilaboð, dreifibréf og veggspjöld. Ferðaþjónustan og Safe travel miðlar efni til ferðamanna.

„Mikil áhersla er á að ná til einstaklinga sem hafa tengingu við Wuhan eða Kína og eru með einkenni í öndunarfærum. Ekki er mælt með að skima of snemma fyrir veirunni þar sem sýni eru ekki talin marktæk, ef þau eru tekin of snemma.“

Þeim tilmælum er svo beint til fólks að ef grunur vaknar um tilfelli skuli hringja í Læknavaktina í síma 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113) þar sem veittar eru upplýsingar um hvernig á að nálgast heilbrigðiskerfið. Einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“