fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Brottvísun Muhammeds frestað

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. febrúar 2020 19:40

Mál Muhammed er langt því frá einsdæmi ef marka má tölur sem Ágúst Ólafur fjallaði um á Alþingi í gær. Mynd: Skjáskot frá RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brottvísun pakistanska drengsins Muhammed Khan og fjölskyldu hans hefur verið frestað. Hið sama gildir um aðrar barnafjölskyldur sem hafa verið á Íslandi í meira en sextán mánuði. Fjölskylda Muhammeds sótti um hæli hér í lok árs 2017.

Frá þessu var greint meðal annars frá á RÚV en í dag var haldinn samstöðufundur í Vesturbæjarskóla fyrir Muhammed og fjölskyldu hans. Muhammed er nemandi við skólann og var fullt út úr dyrum. Má þess einnig geta að hann átti sjö ára afmælisdag í gær.

Hermt er að þingmannanefnd um málefni útlendinga hafi fundað fyrir helgi um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Dómsmálaráðherra hefur falið nefndinni að fylgja þeirri vinnu áfram eftir.

Í yfirlýsingu á vef dómsmálaráðuneytisins sem birtist í dag segir að samkvæmt lögum um útlendinga sé heimilt að veita útlendingi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða að tilteknum skilyrðum uppfylltum, hafi hann sótt um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 18 mánaða. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“