fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Sjáðu hvað verðtryggða lánið lækkaði mikið í janúar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. janúar 2020 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi dæmi sýna hvað það skiptir gríðarlegu máli fyrir íslensk heimili að halda verðbólgunni niðri og sérstaklega í ljósi þess að stórhluti fjárskuldbindinga heimila og einstaklinga eru verðtryggðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ.

Eins og greint var frá í gær lækkaði verðbólga um 0,74 prósent á milli mánaða og er tólf mánaða verðbólgan nú 1,7 prósent. Vilhjálmur bendir á að verðbólgan nú sé ein sú lægsta á Norðurlöndunum um þessar mundir.

Verðbólga getur haft mikil áhrif á verðtryggðar skuldir; ef hún hækkar hækka til dæmis verðtryggð lán og ef hún lækkar þá lækka verðtryggðu lánin. Vilhjálmur rekur þetta nánar í færslu á Facebook.

„En hvað þýðir þetta fyrir verðtryggðar skuldir íslenskra heimila? Jú, bara í síðasta mánuði má áætla að verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hafi lækkað um 13,3 milljarða, og ef ég man rétt þá nema verðtryggðar skuldir heimilanna um 1800 milljörðum,“ segir hann og þrengir dæmið enn frekar niður.

„Til að setja þetta niður að heimili sem skuldar 30 milljóna verðtryggt þá mun slíkt húsnæðislán lækka um 222 þúsund á einum mánuði vegna lækkunar verðbólgunnar á milli mánaða,“ segir Vilhjálmur sem ítrekað hefur mikilvægi þess að halda verðbólgu í skefjum og afnema verðtrygginguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“