fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Segir augljóst að Gunnar hafi banað Gísla af ásetning: „Þú kem­ur ekki með hlaðið skot­vopn ef þú ætl­ar ekki að gera neitt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 31. janúar 2020 19:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mette Yvonne Larsen, réttargæslumaður Elenu Undeland í morðmálinu í Mehamn, Noregi, trúir því ekki að andlát Gísla Þórs Þórarinssonar hafi verið slys. Frá þessu greinir mbl.is. 

Ekki slys

Elenda Undeland er barnsmóðir Gunnars Jóhanns Gunnarssonar og var kærasta bróður hans, Gísla Þórs, sem Gunnar hefur verið ákærður fyrir að myrða.

Verjandi Gunnars hefur gagnrýnt að ákært sé fyrir morð af ásetningi þar sem augljóst sé að um slys var að ræða. Gunnar hafi aldrei ætlað að bana bróður sínum.

Þessu er Larsen ósammála.

„Hann segir að um slys hafi verið að ræða sem mér þykir býsna erfitt að leggja trúnað á. Að kalla það slys þegar þú kemur hem til bróður þíns, reiður út í hann og með hlaðið skotvopn. Þá máttu einfaldlega reikna með því að eitthvað gerist. Þú kemur ekki með hlaðið skotvopn ef þú ætlar ekki að gera neitt,“ hefur mbl.is eftir Larsen.

Ólíðandi að rödd hans fái að heyrast

Larsen gagnrýnir einnig að Gunnar hafi haft aðgang að samfélagsmiðlum á borð við Facebook á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi.

„Hann hefur fengið einhvern til að fara inn á Facebook síðu hans og aðra samfélagsmiðla og birta þar efni og myndir sem hefur verið skjólstæðingi mínum ákaflega þungbært. Hann á ekki að hafa aðgang að þessum miðlum úr fangelsi og það er ólíðandi að rödd hans fái að heyrast þar.“

Réttarhöldin yfir Gunnari munu hefjast í lok mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“