fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Öryrki rukkaður um 80 þúsund krónur fyrir læknisvottorð – ÖBÍ gáttaðir – „Óskiljanlegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 31. janúar 2020 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona á Suðurlandi þurfti að greiða rúmlega 80 þúsund krónur fyrir læknisvottorð hjá Heilbrigiðisstofnun Suðurlands, sökum ráðlegginga sem hún fékk frá Tryggingastofnun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öryrkjabandalagi Íslands.

Konan er með 75% örorkumat frá Tryggingastofnun og hafði búið um hríð í Danmörku. Tryggingastofnun benti henni á að hún gæti mögulega átt rétt á lífeyrisgreiðslum úr danska lífeyriskerfinu og ráðlögðu konunni að sækja rétt sinn til systurstofnunar TR í Danmörku, Udbetaling Danmark.

Tryggingastofnun hafði svo milligöngu um umsókn hennar og sendu fyrir hana vottorð. Danska stofnunin vildi þó ítarlegra vottorð. Konan leitaði því til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hitti þar heimilislækni sinn. Viðtalið sjálft við lækninn tók rétt rúmlega korter og aldrei minntist læknirinn á kostnað vegna vottorðsins.

Í framhaldinu fékk konan tilkynningu um að vottorðið sé tilbúið. Hún sækir það til heilbrigðisstofnunar Suðurlands, en er ekki rukkuð jafnóðum. Sendi hún svo vottorðið til Danmörku. Mánuði síðar er henni tilkynnt að hún þurfi að greiða rúmlega 80 þúsund krónur til að fá vottorðið afhent.

„Upphæðin kom henni skiljanlega á óvart. Hún leitaði því liðsinnis ÖBÍ, hvort hún þurfi virkilega að greiða svona mikið fyrir læknisvottorð. Vottorðið var vissulega ítarlegt, upp á 4 síður, en unnið að mestu upp úr  fyrirliggjandi gögnum. “

Samkvæmt gjaldskrá Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem birt er á heimasíðu þeirra, er vottorð vegna örorku gjaldfrjálst og hæsta tilgreinda verð vegna læknisvottorðs er tilgreint 5.750 krónur vegna byssuleyfa, skóla og sumarbúða erlendis og vegna atvinnutengdra réttinda.

„Það er því óskiljanlegt með hvaða rökum stofnunin telur sig geta rukkað viðkomandi um þetta háa fjárhæð fyrir læknisvottorð,“ segir í tilkynningu.

ÖBÍ leitaði skýringa frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og fékk upplýsingar um að konan gæti átt rétt á að sækja um kostnaðinn endurgreiddan til TR. Starfsmaður TR greindi ÖBÍ þó frá því að þarna virðist um heldur háa upphæð að ræða.

„Óljóst er hvort konan fái alla upphæðina endurgreidda, eða aðeins að hluta.“

Samkvæmt tilkynningu ÖBÍ hafa þeir leitað skýringar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á þessu háa gjaldi. En engin svör hafa borist, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“