fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Borgin varpar ljósi á áhrif fyrirhugaðra verkfallsaðgerða Eflingar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. janúar 2020 14:53

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar á þriðjudag munu fyrst og fremst leiða til skerðingar á þjónustu 63 leikskóla Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem áhrif fyrirhugaðra aðgerða eru tíunduð.

Efling hefur boðað til verkfallsaðgerða frá hádegi á þriðjudag til miðnættis. Telur Reykjavíkurborg að misjafnt verði eftir leikskólum hversu mikil skerðingin verður. Þá mun áhrifa einnig gæti í velferðarþjónustu borgarinnar, auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins.

Tilkynning Reykjavíkurborgar í heild sinni:

Áhrif fyrirhugaðra verkfallsaðgerða Eflingar

Verkalýðsfélagið Efling hefur boðað til verkfallsaðgerða næstkomandi þriðjudag frá hádegi til miðnættis. Er það fyrsti dagurinn í boðuðum verkfallsaðgerðum. Komi til verkfalla mun það hafa mest áhrif á leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins.

Starfsfólk Eflingar telur um 1.850 af um 9000 starfsmönnum borgarinnar. Eflingarfólk  starfar í fjölbreyttum störfum á 129 starfsstöðum hjá Reykjavíkurborg.  Um 1.000 starfa á skóla- og frístundasviði, þar af mikill meirihluti í leikskólunum. Þá starfa um 700 úr Eflingu við velferðarþjónustu borgarinnar.

Áhrif á leikskólastarf

Starfsfólk Eflingar í skólum á vegum Reykjavíkurborgar er um 1.000. Ef til vinnustöðvunar kemur mun það fyrst og fremst leiða til skerðingar á þjónustu leikskóla í Reykjavík en þeir eru 63 talsins.

Misjafnt er eftir leikskólum hversu mikil skerðingin verður en ljóst er að í mörgum skólum verður hún veruleg. Matarþjónusta verður með ólíkum hætti milli leikskóla. Stjórnendur leikskólanna munu upplýsa forráðamenn leikskólabarna um þá þjónustu sem verður í boði á meðan verkfallsaðgerðum stendur.

Foreldrar greiða ekki gjöld fyrir þá daga sem börn geta ekki sótt leikskóla vegna verkfalls eða þjónustuskerðingar s.s. matarþjónustu.

Komi til verkfalls mun það hafa óveruleg áhrif á grunnskóla Reykjavíkur. Skólastjórnendur grunnskóla Reykjavíkur munu upplýsa nemendur og forráðamenn nánar eftir því sem við á.  Þjónusta frístundaheimila verður óbreytt.

Áhrif á velferðarþjónustu

Velferðarsvið sótti um undanþágu fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og þeirra sem þurfa á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum.

Sótt var um undanþágu fyrir um 245 stöðugildi af um 450 hjá velferðarsviði á eftirfarandi starfsstöðum. Verkalýðsfélagið Efling hefur samþykkt undanþágubeiðnir vegna þessara starfsstaða.

  • Tvö hjúkrunarheimili Droplaugarstaðir (ásamt Foldabæ) og Seljahlíð
  • 13 starfsstaðir þar sem rekið er húsnæði fyrir fatlað fólk (íbúðakjarnar og herbergjasambýli)
  • Sex starfsstaðir sem sinna málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir
  • Nauðsynleg öryggisþjónusta á heimilum
  • Þjónustuíbúðir á fimm stöðum
  • Framleiðslueldhús Lindargötu sem sér um að elda og pakka heimsendum mat.
  • Vistheimilið Mánaberg

Fyrirhugað verkfall mun t.a.m. hafa þau áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar að ekki verður boðið upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða auk þess sem heimaþjónusta á borð við þrif frestast á verkfallsdögum. Dagdvöl fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum sem rekin hefur verið í Þorraseli mun loka en þar eru að jafnaði 40 einstaklingar sem njóta þjónustunnar. Þá mun ekki verða hádegismatur í boði fyrir fatlað fólk sem starfar og dvelur í Iðjubergi og Gylfaflöt.

Sorphirða og umhirða borgarlands

Á boðuðum verkfallsdögum mun sorphirða frestast. Þá verður hreinsun í kringum grenndarstöðvar ekki sinnt auk ýmissar umhirðu í borgarlandinu.  Öryggis- og bilanavakt borgarlandsins fellur niður. Snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanalóðum, t.d við leik og grunnskóla fellur enn fremur niður.

Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar

– Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.

– Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

– Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.

– Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

– Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

– Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“