fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Sprengjusérfræðingar sendir til Vestmannaeyja

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 21:00

Frá Vestmannaeyjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sprengjusérfræðingar voru kallaðir út til Vestmannaeyja í morgun vegna fallbyssukúlu. Landhelgisgæslan greinir frá þessu í tilkynningu á Facebook-síðu sinni í dag.

Starfsmenn Byggðasafns Vestmannaeyja höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á dögunum vegna fallbyssukúlu sem fannst í kjallaranum innan um aðra muni safnsins. Enginn þekkti uppruna kúlunnar og því var ekki vitað hvort hún væri enn virk.

Landhelgisgæslan hafði strax samband við sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögregluna í Vestmannaeyjum og upplýsti um málið. Tveir liðsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar fóru til Vestmannaeyja í morgun vegna kúlunnar. Þeir byrjuðu á því að skoða kúluna og mæla, fyrst með þykktarmæli og síðan með röntgentæki sem sýndi að kúlan var gegnheil og örugg til flutnings.

Sprengjusérfræðingarnir tóku kúluna með til Reykjavíkur þar sem mat verður lagt á uppruna hennar. Nokkuð öruggt þykir að hún sé frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“
Fréttir
Í gær

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma