fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir yfir neyðarástandi vegna kórónaveirunnar

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 20:30

Íslendingar, sem staddir eru erlendis, vilja fylgjast vel með gangi mála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. World Health Organization) er búin að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna kórónaveirunnar. Greint var frá þessu á fjölmiðlafundi í kvöld.

Þegar þetta er skrifað eru staðfest tilfelli rúmlega 8 þúsund en fyrir einungis viku síðan voru tilfellin færri en þúsund. Fjölgunin er því gríðarlega mikil. Nú þegar hafa yfir 170 manns látist vegna veirunnar. Veiran hefur dreift sér víða um Asíu en einnig til Evrópu og Bandaríkjanna. Engin staðfest tilfelli hafa komið upp hér á landi enn sem komið er. Enn hefur enginn látist vegna veirunnar utan Asíu.

Á fundinum sagði yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að gífurlegar áhyggjur er á því að kórónaveiran berist á svæði þar sem heilbrigðiskerfi eru ekki nógu góð til að bregðast við veirunni. Veiran hefur greinst í alls nítján löndum og hefur hún smitast á milli manna í öðrum löndum en Kína.

Einnig kom það fram á fundinum að ekki þyki ástæða til að setja upp ferðabönn til og frá Kína vegna veirunnar. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir ekki með og er á móti öllum hömlum á ferðalög og viðskipti,“ sagði yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á fundinum. Þrátt fyrir þetta eru dæmi um að flugfélög hafi fellt niður flug til Kína í ljósi aðstæðna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“
Fréttir
Í gær

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma