fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Sextán ára krakkar réðu dyravörð fyrir heimapartý: Þingkona VG hrifin af hugmyndinni – „Mörg unglingapartý hafa farið úr böndunum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga nokkur greinir frá því á Twitter síðu sinni að 16 ára frænka hennar hafi farið í heimapartý hjá jafnöldru sinni en þar hafði dyravörður verið ráðinn fyrir kvöldið. Mismunandi skoðanir eru á málinu en þingkona Vinstri grænna er meðal þeirra sem eru hrifnir af hugmyndinni.

„Frænka mín (16) var í heimapartýi hjá jafnöldru sinni um daginn sem réð dyravörð fyrir kvöldið,“ segir Inga og bætir við að framhaldsskólaárin hennar hafi verið öðruvísi. „Það mest edgy sem ég gerði á framhaldsskólaárum mínum var sennilega þegar ég smyglaði bragðaref frá Vesturbæjarís í bíó.“

„Sorrý að eyðileggja hrifninguna, en er það sniðugt að 16 ára gamlir krakkar telji sig ekki geta haldið öruggt partý og sèu svo hrædd um að þau missi stjórn á aðstæðum og inn komi fólk sem ekki var boðið? Veit um mörg unglingapartý sem hafa farið úr böndunum m slæmum afleiðingum,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, við tíst Ingu.

„Persónulega finnst mér mjög skrítið að það sé dyravörður í framhaldsskólapartýi,“ segir Inga þá. „Var ekki að lýsa yfir hrifningu heldur bara undrun. Í fyrsta lagi yfir því að telja sig þurfa það og annars vegar því það er dýrt að ráða dyravörð fyrir kvöldið.“

Hrafnkell nokkur segir þá að honum finnist þetta áhugavert. „Á okkar yngri árum vissi svona stærri vinahópurinn um partýið, en núna vita kannski 25 þúsund unglingar af því á 5 mínútum. Annað: Er þetta af öryggisástæðum eða töffaraskap? Svona 2007 unglinga limó stemmari? Myndu þau halda partý hrædd?“

Þá er það haft á orði hvað unglingar í dag séu orðnir ábyrgir og klárir auk þess sem fólk segir þetta vera þrælsniðugt. „Mér finnst þetta algjör snilld. Myndi halda að þetta ætti að vera staðalbúnaður í unglingapartí.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Í gær

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum