fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Þórólfur varar við stórslysi: „Það sést ekkert hérna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. janúar 2020 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sést ekki framan á þetta. Ég ætla bara að taka þessa tusku hérna og reyna að þrífa af þessu svo fólk sjái hvert það er að fara hérna. Og ljósið hérna, það sést ekki framan á það heldur. Það er ekki í lagi að hlutirnir séu svona. Það sést ekkert hérna. Þetta getur endað með stórslysi. Ég er búinn að hringja í lögregluna og Vegagerðina og láta þá vita af þessu. Þetta er dauðans alvara þegar maður er að keyra hérna um. Ef það kemur einhver óvanur og veit ekki hvorum megin hann á að fara af því þetta skilti sést ekki, þá getur orðið stórlys,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson í myndbandinu hér að neðan. Myndbandið er tekið á Reykjanesbrautinni hjá mislægum gatnamótum í nágrenni við Hafnarfjörð.

Í viðtali við DV sagði Þórólfur að ekki væri eingöngu hætta á að ökumenn færu inn á vitlausa akrein þar sem stikurnar sjást ekki, heldur gætu þeir einfaldlegak keyrt á stikurnar.

„Það verður að finna einhverja lausn, það er ekki endalaust hægt að þrífa af þessum stikum, það hlýtur að vera hægt að koma þarna upp almennilegum skiltum,“ segir Þórólfur en hann sat ásamt Stopp-hópnum (Sjá Stopp hingað og ekki lengra á Facebook) fund með Vegagerðinni um málið þar sem var kallað eftir umbótum. Í kjölfar slyss á Reykjanesbrautinni var kallað eftir viðbótar fjármagni til að aðskilja akreinarnar frá Hafnarfirði að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Fengust 300 milljónir króna í það verkefni. Þórólfur segir að á fundinum hafi komið fram að þetta fjármagn hafi ekki farið í þetta verkefni en í staðinn verið notað til að leggja nýjan afleggjara í Krýsuvík.

„Ef akreinarnar væru aðskildar væri strax komið meira öryggi,“ segir Þórólfur en framundan er fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra, þar sem þrýst verður á um umbætur.

Í myndbandinu segist Þórólfur hafa hringt í lögregluna og Vegagerðina vegna ástandsins á þessum vegarkafla. Aðspurður um viðbrögð segir hann að lögreglan hafi komið honum í samband við Vegagerðina. Sá sem varð þar fyrir svörum sagðist ætla að koma erindinu til þess aðila sem sér um viðkomandi svæði. Hann gat ekki svarað því hvað það tæki langan tíma.

 

https://www.facebook.com/kelazam/videos/10158684449888968/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu

Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu
Fréttir
Í gær

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Í gær

Unga konan fundin heil á húfi

Unga konan fundin heil á húfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franska konan sem grunuð er um morð á hóteli í Reykjavík látin laus og úrskurðuð í farbann

Franska konan sem grunuð er um morð á hóteli í Reykjavík látin laus og úrskurðuð í farbann