fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Fluttur á bráðamóttöku eftir að fjórhjól valt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 11:32

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Par sem var í fjórhjólaferð á Hópsnesi síðastliðinn laugardag varð fyrir því að hjól þeirra valt. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala í Fossvogi.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að parið var aftast í röðinni og hafði dregist aftur úr ferðafélögunum. Ökumaðurinn greip þá til þess ráðs að stytta sér leið en ók á grjót með þeim afleiðingum að hjólið valt.

Enn fremur varð bílvelta á Reykjanesbraut sama dag þegar ökumaður skipti um akrein og bifreiðin lenti í krapa og hálku. Tvennt var í bifreiðinni og sluppu þau ómeidd. Fleiri óhöpp urðu en án meiðsla.

Þá voru fáeinir færðir á lögreglustöð vegna gruns um fíkniefnaakstur og tveir kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Í gær

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum