fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Mikið uppnám þegar maður ók á brunahana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. janúar 2020 07:42

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir miðnætti í nótt var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á Skólavörðustíg í Reykjavík. Tveir menn réðust á einn og veittu honum áverka. Maðurinn er talinn vera nefbrotinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku.  Árásarmenn voru farnir af vettvangi en vitað er hverjir þeir eru.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að skömmu fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um að maður hefði ekið á brunahana í Fossvogi og brotið hann niður. Mikið vatnsrennsli var um götur og göngustíga og mögulegar skemmdir á húsum. Ökumaðurinn ók af vettvangi en var stöðvaður skömmu síðar.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Orkuveita og slökkvilið komu á vettvang til að loka fyrir vatnið og reyna að  koma í veg fyrir skemmdir á húsnæði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tímavélin: Poppers – Stórhættulegur æðavíkkari sem varð vinsælt partídóp í níunni

Tímavélin: Poppers – Stórhættulegur æðavíkkari sem varð vinsælt partídóp í níunni
Fréttir
Í gær

Bjóða ferðamönnum að skrifa undir heit gegn hvala og lundaáti – „Markaðurinn myndi hrynja“

Bjóða ferðamönnum að skrifa undir heit gegn hvala og lundaáti – „Markaðurinn myndi hrynja“
Fréttir
Í gær

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frekir ferðamenn fóru frá í fússi og fýlu – „En það er opið. Af hverju megum við ekki fara inn?“

Frekir ferðamenn fóru frá í fússi og fýlu – „En það er opið. Af hverju megum við ekki fara inn?“