fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2020 11:37

Frá Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gær eftir árekstur á Garðvegi. Í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumennirnir hafi báðir fundið til talsverðra eymsla eftir slysið. Dráttarbifreið þurfti til að fjarlægja bifreiðirnar af vettvangi.

Þá missti ökumaður bifreið sína út af Reykjanesbraut, við Kúagerði, þegar hann ók í snjókrapa á veginum. Endaði bifreiðin um 20 metra frá veginum og var hún óökufær eftir útafaksturinn. Ökumaðurinn fann til eymsla og leitaði sjálfur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Í morgun var svo bifreið ekið aftan á aðra á Hringbraut í Keflavík. Sá sem ók aftan á var ekki orðinn 18 ára og hafði lögreglan á Suðurnesjum því samband við forráðamann hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“