fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Emanúel Aron sagður hafa afmyndað tvo menn: Blóðið fossaði á Dönsku kránni – Fólskulegur kinnhestur í Vestmannaeyjum

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 17. janúar 2020 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emanúel Aron Þórunnarson hefur verið ákærður fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárás sem áttu sér stað árin 2017 og 2018. Í báðum tilvikum sló hann drykkjaríláti úr glasi í höfuð viðkomandi og miðað við lýsingar í ákæru má telja líklegt að mennirnir hafi afmyndast á höfði.

Fyrra og alvarlegra atvikið átti sér stað í nóvember árið 2017 á Dönsku kránni. Þá ku hann hafa slegið karlmann með glerglasi í andlitið, svo glasið brotnaði við höggið. Því næst ku hann hafa slegið manninn tveimur til þremur hnefahöggum í andlitið svo hann féll í gólfið.

Afleiðingar þessa eru sagðar umtalsverðar og hlaut fórnarlambið slæm meiðsli í andliti og á höfði. Í ákæru segir að maðurinn hafi hlotið „marga skurði í andlit sem sauma þurfti með tuttugu og einu spori, það er þriggja sentímetra skurð hægra megin á enni, eins sentímetra skurð vinstra megin á enni, eins sentímetra skurð á nefi og þriggja sentímetra skurð yfir efri vör vinstra megin við miðlínu sem klauf vörina […] og innkýlt nefbrot vinstra megin sem gera þurfti að með nefréttingu.“

Hitt atvikið átti sér stað í Vestmannaeyjum í apríl árið 2018. Þar ku Emanúel Aron hafa slegið annan mann flötum lófa í andlitið og skömmu síðar slegið hann með glerflösku aftan á höfuðið. Maðurinn hlaut þriggja sentímetra langan og þriggja til fjögurra millimetra djúpan skurð á hnakka sem sauma þurfti með fjórum sporum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA