fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Hryllingur í Breiðholti – Bruno sagður hafa slegið mann með járnröri og múrsteini í höfuðið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 20:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

29 ára gamall Breiðhyltingur, Bruno Ivan de Jesus Pereira, hefur verið ákærður fyrir sérlega hrottafulla og hættulega líkamsárás sem á að hafa átt sér stað aðfaranótt miðvikudagsins 11. október árið 2017, utandyra við skemmtistaðinn Moe´s Grill við Jafnasel 6 í Breiðholti.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en það verður þingfest næstu daga fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Meintur þolandi Brunos er fertugur maður og á Bruno, samkvæmt ákæru, að hafa kastað í hann poka með óopnuðum bjórdósum, slegið hann í höfuðið með járnröri og slegið með eða kastað múrsteini í höfuð hans. Þolandinn er sagður hafa hlotið X-laga opinn skurð í hársverði við efsta hluta ennisbeins, náði skurðurinn í gegnum höfuðleður og þurfti að sauma hann með 14 sporum. Þá hlaut þolandinn innankúpublæðingu og sprungu í ennisbeini.

Ákæruvaldið krefst þess að Bruno verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Þolandinn höfðar einkaréttarkröfu á Bruno og krefst 3,5 milljóna króna í miskabætur auk málskostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA