fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Erlenda pressan um stórsigurinn gegn Rússum – „Ísland niðurlægði Rússland“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. janúar 2020 20:10

Íslenskir stuðningsmenn fagna eftir sigurinn gegn Rússum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ísland niðurlægði Rússland og núna gæti pressan ekki verið meiri á Danmörku þegar ríkjandi heimsmeistarar mæta Ungverjalandi,“ segir TV2 í Danmörku. Í stuttri umsögn um leikinn segir miðillinn að Íslendingar hafi fylgt eftir óvæntum sigri sínum gegn Danmörku á laugardag og séu á fleygiferð inn í milliriðilinn. Enn fremur segir að íslenska liðið hafi byrjað leikinn á þrumum og eldingum og Rússar hafi ekki átt svör við hröðum Íslendingum.

Berlinske Tidende tekur í sama streng og segir að sigur Íslendinga á Rússum hafi sett aukna pressu á Dani sem verði að vinna Ungverja. Segir þar í fréttinni að það hafi verið ljóst frá byrjun að Rússar ættu ekki möguleika í Íslendinga. Segir að bláklæddir íslenskir stuðningsmenn hafi verið afar kátir yfir kraftmiklum leik sinna manna.

Þýski miðillinn Sport segir bókstaflega að Íslendingar hafi tekið Rússa í sundur í leiknum og liðið eigi feiknalega góða möguleika á að komast áfram í milliriðil.

Fréttavefur Evrópukeppninnar segir að Íslendingar hafi rofið álög með því að vinna tvo fyrstu leikina á mótinu. Segir í fréttinni að úrslitin hafi nánast verið ráðin snemma leiks er Ísland náði sjö marka forystu. Hafi Íslendingum nú í fyrsta skipti síðan á EM 2014 tekist að vinna fyrstu tvo leikina á stórmóti.

(Þegar þetta er ritað er hálfleikur í leik Dana og Ungverja og eru Ungverjar tveimur mörkum yfir. Ef Ungverjaland vinnur leikinn er Ísland komið áfram í milliriðil og Danir hafa þá lokið keppni.)

21:15: „Ungverjar líta frísklega út en Íslendingar hafa verið góðir,“ segir handboltasérfræðingurinn Bent Svele í viðtali við TV í Noregi eftir jafntefli Dana og Ungverja. Eftir þau úrslit er ljóst að Ísland er komið áfram í milliriðil en  Danir verða að vinna Rússa með meira en eins marks mun og treysta á að Ísland vinni Ungverjaland á miðvikudag.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA