fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Hjúkrunarfræðingar segja þolinmæðina vera á þrotum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. janúar 2020 14:23

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættuleg staða er í íslenska heilbrigðiskerfinu og aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi er grafalvarleg og aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara. Umfangsmiklar lausnir þarf til að bæta laun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Ríflega níu mánuðir eru liðnir frá því að Gerðardómur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) rann út og þar með miðlægur kjarasamningur félagsins við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Síðasti kjarasamningur sem Fíh skrifaði undir var árið 2014 og hafa hjúkrunarfræðingar því ekki samið um kaup og kjör við íslensk stjórnvöld í meira en fimm ár.

 Hægagangur í samningaviðræðum

Samningaviðræður milli Fíh og Samninganefndar ríkisins (SNR) ganga mjög hægt. Þær lausnir sem Fíh hefur lagt fram sem miða að því að leysa kjaramál hjúkrunarfræðinga hafa fengið lítinn hljómgrunn að því er fram kemur í frétta á vef félagsins, hjukrun.is. „Hvort sem stjórnvöldum líkar það betur eða verr þarf umfangsmiklar lausnir til þess að bæta laun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Byrja þarf samtalið fyrir alvöru ef ekki á illa að fara. Þolinmæði hjúkrunarfræðinga er á þrotum,“ segir Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjarasviðs Fíh.“

Sjá nánar: https://www.hjukrun.is/um-fih/frettir/stok-frett/2020/01/08/-Tholinmaedi-hjukrunarfraedinga-er-throtin/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“