fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Héraðsdómur vísar dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur frá dómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 18:15

Við Kolbeinsvík í Árneshreppi á Ströndum. Ljósmynd. Kristján Loftur Bjarnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vestfjarða vísaði í dag frá dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur á Ströndum á hendur VesturVerki ehf. og Árneshreppi. Landeigendur höfðuðu mál gegn Vesturverki og Árneshreppi í lok sumars og kröfðust þess að framkvæmdaleyfi Vesturverks, fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarheiði vegna Hvalárvirkjunar, yrði fellt úr gildi sem og deiliskipulag vegna framkvæmdanna.

Héraðsdómur telur ósannað að eigendur Drangavíkur eigi það land sem framkvæmdirnar varðar. Ekki sé hægt að miða við önnur landamerki en þau sem hingað til hafa verið talin gilda. Af þeim sökum hafi stefnendur ekki sýnt fram á að þeir eigi lögvarða hagsmuni í málinu á grundvelli eignarréttar að svæðinu.

Dómurinn telur jafnframt að ekki hafi verið sýnt fram á að röskun verði á hagsmunum eigenda Drangavíkur sem réttlætt geti aðild þeirra að málinu. Í úrskurðinum er m.a. bent á að fjarlægð frá framkvæmdum sé talin í kílómetrum og fyrirhugaðar framkvæmdir, sem tekist er á um, séu óverulegar.

Dómurinn dæmdi stefnendur til þess að greiða Árneshreppi og Vesturverki ehf. kr. 600.000,-, hvorum fyrir sig, í málskostnað vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA