fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Húsdýragarðurinn drap Hildi: Hafði villst úr garði eigandans: „Hún var bara tekin og drepin um leið“ 

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 18:00

Hildur og Vífill

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hádegi í dag rakst Rakel nokkur á hænuna Hildi sem var á vappi í kringum Laugardalinn. Hún tók mynd af hænunni og lýsti eftir eiganda hennar á samfélagsmiðlinum Facebook. „Þessi er í stuði á Langholtsvegi/nálægt Laugarásvegi (finnst greinilega skemmtilegast úti á miðri götu).  Hún veldur umferðarteppu þegar hún stoppar makindalega og kroppar í götuna til að skoða malbiksskemmdir,“ segir hún og bætir við að hænan kippti sér ekkert upp við bílaflaut. 

„Hún var bara tekin og drepin um leið“

Um fjögur leytið í dag greinir Þóra nokkur frá því að 5. bekkur í Langholtsskóla hafi rekist á hænuna á leið sinni heim úr vettvangsferð. Kennari í hópnum ákvað að rölta í Húsdýragarðinn til að koma henni í öruggt skjól. Vífill Sigurðsson, eigandi hænunnar, komst að því að hún væri komin í Húsdýragarðinn. Vífill gat ekki sótt Hildi sjálfur þar sem hann er fastur í Noregi en sonur hans hætti fyrr í vinnunni til að sækja hana fyrir hann.

En hænan var ekki heil á húfi þegar sonur hans mætti í Húsdýragarðinn. „Ég er fastur úti í Osló. Strákurinn minn skaust eftir vinnu og þá var bara búið að drepa hana,“ segir Vífill í samtali við DV. „Það var ekki liðinn nema klukkutími frá því að hún mætti í garðinn. Hún var bara tekin og drepin um leið.“

„Það er ekki eins og við höfum verið að taka lífið af heillri hænu“

Hænan Hildur var orðinn 8 ára gömul en Vífill fékk hana í fimmtugsafmælisgjöf. Hann segir hana hafa oft áður villst úr garðinum. „Þetta eru kannski ekki gáfuðustu fuglar í heiminum en hún hefur alltaf komið aftur heim,“ segir Vífill en honum þykir þetta vera ótrúlega leiðinlegt.

Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskuldu- og húsdýragarðsins, segir í samtali við blaðamann að ekkert rangt hafi verið gert af þeirra hálfu í málinu. Hænan hafi verið kvalin þegar hún kom í garðinn og því var hún tekin af lífi. „Hún var nú eiginlega bara við það að drepast, hún hafði lent í einhverjum ósköpum,“ segir Þorkell. „Við getum sagt að hún hafi verið nær dauða en lífi. Það er ekki eins og við höfum verið að taka lífið af heillri hænu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd