fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Bubbi deilir á frásögn Guðmundar í Íslandi í dag: „Víma er víma, sama hvaðan hún kemur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Víma er víma, sama hvaðan hún kemur og lagar ekkert ekki frekar en gras, kók og allt hitt,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Viðtal sem Ísland í dag birti í gærkvöldi við Guðmund Ragnar Guðmundsson hefur vakið talsverða athygli en þar sagði Guðmundur frá reynslu sinni af notkun ofskynjunarlyfsins ayahuasca.

Ayahuasca á rætur sínar að rekja til Amazon-frumskógarins en efnið inniheldur DMT sem er á bannlista víða, meðal annars á Íslandi. Í umfjöllun Íslands í dag, sem fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason vann, kom fram að áhugafólk um andleg málefni hér á landi noti efnið til að komast í samband við sjálft sig og náttúruna. Guðmundur er í þeim hópi.

Guðmundur sagði í viðtalinu:

„Ég myndi segja að þetta sé eins og ýkt útgáfa af því að slaka á gagnvart bremsum sem maður hefur innra með sjálfum sér. Til dæmis hef ég haft mikið að gera, mikið stress og erfið samskipti og kominn í einhverja spennu sem ég tek ekki eftir þá losnar um það. Það losnar svolítið um stjórnina sem ég hef á því hvað ég skynja.“

Þá sagði Guðmundur að einskonar víma fengist úr því að drekka teið en þrátt fyrir það væri ekki um að ræða vímuefni til að „komast frá sjálfum sér“ eins og hann orðaði það.

„Sumir segja að vímuefni sé efni til að aftengja sig, deyfa sig með tóbaki, örva sig með einhverju og koma sér frá sjálfum sér en þetta er meira að maður horfi í spegil. Þannig að það fer eftir því hvað fólk meinar með vímu, þetta er allavega óvanalegt ástand miðað við hvernig maður er dags daglega,“ sagði Guðmundur.

Nokkrar umræður um frásögn Guðmundar hafa spunnist á Facebook-síðu Frosta Logasonar. Bubbi Morthens, sem hefur margoft opnað sig um eigin vímuefnanotkun, er ekki sammála túlkun Guðmundar á efninu. Segir hann að tuttugu mínútna hugleiðsla á hverjum degi geti breytt heilanum til hins betra.

Guðmundur Ragnar blandar sér í umræðurnar og spyr á móti hvort hugleiðsla og langhlaup valdi ekki alveg eins vímukenndu ástandi. „Ég man ekki eftir að hafa orðið meira „high“ en eftir nokkurra klukkustunda hlaup. Kannske er þetta orð „víma“ ekki viðeigandi í þessu samhengi,“ segir Guðmundur sem birtir myndband þar sem læknirinn Gabor Maté, sem hefur talað fyrir gagnsemi ayahuasca, útskýrir efnið.

Sjálfur kveðst Bubbi ekki sjá neinn mun á þessum vímagjafa og öðrum. „Ég hef séð svipað um gras, líka kókaín og enn og aftur er LSD orðið læknislyf. Ég hef prufað þetta allt, sveppi líka, og það munu alltaf verða til menn sem munu halda svipuðum hlutum fram. Ég segi bara við ykkur sem viljið taka inn vímuefni til að takast á við ykkur sjálf: Góða ferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“