fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Skotið á rúðu með loftriffli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. janúar 2020 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hádeginu í dag var tilkynnt um rúðubrot í atvinnuhúsnæði í hverfi 108. Líklegt er talið að skotið hafi verið á rúðuna með loftriffli. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að um hálfþrjúleytið í dag óskaði eigandi bíls eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns sem olli skemmdum á bíl hans með því að berja í vélarhlífinni. Upplýsingataka fór fram á vettvangi og málið verður kært formlega síðar.

Klukkan hálftvö óskaði starfsfólk verslunar í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem væri að reyna að greiða fyrir vörur með fölsuðum peningaseðli. Peningaseðillinn var haldlagður en við skýrslutöku á vettvangi neitaði sakborningur öllum sakargiftum.

Á fjórða tímanum í dag slasaðist 10 ára stúlka í Garðabæ við fimleikaæfingar á trampólíni. Brotnaði hún á báðum handleggjum og var flutt á slysadeild með sjúkrabíl.

Klukkan hálftvö í dag tilkynnti leikskólastjóri í Breiðholti um hugsanlega sprengju með kveikiþræði á leikskólalóð. Um var að ræða pappahólk  (líklega innan úr skottertu eða flugeld) sem búið var að líma saman með límbandi. Sérsveit lögreglu fjarlægði hlutinn og sá um að eyða honum. Ekki er vitað hver kom þessu fyrir á lóðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“