fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Óboðinn gestur í Norðlingaholti – Barn hleypti manni inn sem gerði sig heimakominn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. janúar 2020 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var opnað fyrir honum af því hann hringdi bjöllunni og dóttir mín fór til dyra. Um leið og hún opnaði labbaði hann bara inn,“ segir fjölskyldufaðir í Norðlingaholti en fjölskyldan varð fyrir þeirri óvenjulegu og nokkuð óþægilegu lífsreynslu að ókunnugur maður gerði sig heimakominn hjá þeim í örstutta stund síðdegis í dag.

Þetta var um þrjúleytið í eftirmiðdaginn og hjónin voru bæði heima auk tveggja ungra barna en eldri börn hjónanna voru í skólanum.

„Hann sagði ekki eitt einasta orð. Konan mín sá hann á undan mér og ég áttaði mig ekki strax á því hvað var í gangi í forstofunni. Ég kom fram og ýtti honum út, hann streittist ekki á móti. Það varð ekkert úr þessu, þannig lagað,“ segir fjölskyldufaðirinn. Hann segir að maðurinn hafi alls ekki verið ógnandi í framkomu. Hann hafi ekki litið út fyrir að vera fíkniefnaneytandi en líklega stríddi hann við geðræn vandamál, án þess að viðmælandi DV vildi nokkuð kveða upp úr um það.

„Hann er líklega um fertugt og var hippalega klæddur.“ Fjölskyldufaðirinn elti manninn út til að geta gefið lögregluupplýsingar um ferðir mannsins en sú eftirför tók snöggan endi:

„Það var bíll sem stoppaði þarna allt í einu og tók hann upp í. Lögregla tjáði okkur að hann hefði strokið af einhverri stofnun um morguninn. Ég efast um að sú stofnun sé í hverfinu því mér vitanlega er engin stofnun fyrir fólk með geðræn vandamál hér nálægt.“

Fjölskyldufaðirinn segist ekki kannast við viðlíka atvik í hverfinu og hans fjölskylda hafi ekki lent í svona uppákomu áður. Hins vegar sé töluvert vitnað um óæskilegar mannaferðir í hverfinu, menn að snuðra í kringum heimili, og nokkuð hafi verið um innbrot í hverfinu. Það séu hins vegar atvik af allt öðru tagi en átti sér stað í dag á hans heimili. Segir hann að allir séu rólegir yfir atvikinu og vilji ekki gera of mikið úr því en hins vegar minni þetta þau á það að hafa húsið ávallt læst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“