fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Mál Jóns Baldvins tekið fyrir á morgun – Stefnir dóttur sinni, Sigmari Guðmundssyni og RÚV

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. janúar 2020 20:00

Aldís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiðyrðamál Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra gegn dóttur sinni Aldísi Schram og fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni og RÚV verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrramálið kl. 10. Munu málsaðilar þá leggja fram gögn og greinargerðir en málflutningur verður síðar.

Stefnan er tilkomin vegna ummæla sem Aldís lét falla í morgunútvarpi Rásar 2 í sumar. Umsjónarmenn þáttarins voru tveir, þeir Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan, og er stefnt vegna ummæla sem Sigmar lét falla í þættinum auk ummæla Aldísar, en ekki stefnt vegna framgöngu Helga.

Í þættinum sagði Aldís að Jón Baldvin hefði misnotað stöðu sína sem sendiherra í Bandaríkjunum til að fá lögreglu til að ryðjast inn á heimili Aldísar með lækni í för, fullkomlega að óþörfu. Hafi hún síðan verið nauðungarvistuð.

Á síðasta ári stigu fjölmargar konur fram og sökuðu Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Meðal þeirra voru fyrrverandi nemendur hans úr Hagskóla frá sjöunda áratug síðustu aldar. Nýjustu ásakanirnar eru frá sumrinu 2017 þar sem Jón Baldvin er sakaður um að strjúka afturenda ungrar gestkomandi konu.

Aldís hefur sakað Jón Baldvin um að hafa misnotað sig kynferðislega.

Ásakanir í þessa veru gegn Jóni Baldvini urðu fyrst opinberar árið 2012 er frænka hans Guðrún Harðardóttir lýsti bréfaskriftum hans er hún var á táningsaldri, skrifum sem voru að hluta klámfengin.

Lögmaður Jóns Baldvins í málinu gegn Aldísi, Sigmari og RÚV er Vilhjálmur Vilhjálmsson. Hann vildi ekki tjá sig um málið er DV leitaði til hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár