fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Túristar í leit að norðurljósunum stöðvaðir af lögreglu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverðar annir hafa verið hjá lögreglunni á Suðurnesjum á undanförnum dögum vegna umferðareftirlits. Bifreið sem ekið var afar hægt eftir Hringbraut og stigið ótt og títt á bremsuna vakti til dæmis athygli lögreglumanna.

Í skeyti frá lögreglu segir að þegar ökumaðurinn nam svo staðar á miðjum vegi hafi verið ákveðið að kanna með ástand hans. „Hann reyndist í fullkomnu lagi og voru þarna á ferð erlendir ferðamenn sem voru að leita að norðurljósum.“

Þá segir lögregla að nokkrir ökumenn hafi verið stöðvaðir vegna gruns um vímuefnaneyslu. Einn þeirra hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Nokkrir voru svo kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 125 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“