fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Svifrykið um áramótin þrisvar sinnum minna en árið 2019

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 14:41

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta klukkustund nýársdags einkenndist af svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu en hún var þó töluvert undir því sem var í ársbyrjun 2019 og 2018. Þá var nýársdagur langt undir heilsuverndarmörkum samkvæmt mælistöðvum í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um svifryksmengun um áramótin.

Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk á sólarhring miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Í Reykjavík var styrkur fyrstu og annarrar klukkustundar ársins og meðaltal fyrsta dag ársins í loftgæðamælistöðvum í Reykjavík eftirfarandi:

Mælir á Grensásvegi var 317 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina, 20 míkrógrömm á rúmmetra aðra klukkustundina og fyrsta sólarhringsmeðaltal mældist 26 míkrógrömm á rúmmetra

Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum mældist svifryk 234 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina, 77 míkrógrömm á rúmmetra aðra klukkustundina og sólarhringsmeðaltal mældist 22 míkrógrömm á rúmmetra

Í farstöð eitt í Njörvasundi mældist svifryk 294 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina, 24 míkrógrömm á rúmmetra aðra klukkustundina og sólarhringsmeðaltal mældist 26 míkrógrömm á rúmmetra.

Í farstöð tvö við Egilshöll mældist svifryk 51 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina, 16 míkrógrömm á rúmmetra aðra klukkustundina og sólarhringsmeðaltal mældist 15 míkrógrömm á rúmmetra.

Eins og að framan greinir var styrkur svifryks fyrstu klukkustundina árið 2020 317 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík. Til samanburðar var fyrsta klukkustundin árið 2019 985 míkrógrömm á rúmmetra og 2018 var hann 1.457 míkrógrömm á rúmmetra. Á síðasta áratug var hann hæstur árið 2010 eða 1.575 míkrógrömm.

Við Grensásveg fór styrkur svifryks 14 sinnum yfir sólarhringheilsuverndarmörk árið 2019 miðað við gögn en styrkur má fara 35 sinnum yfir mörk samkvæmt reglugerð þar um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum