fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Leigubílstjórar mjög uggandi yfir nýju frumvarpi um leigubílaakstur – Óafturkræfur skaði?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögum um leigubílakstur verður breytt í vor ef frumvarp sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lagði fram á Alþingi í desember verður samþykkt. Mjög verður slakað á reglum er varðar leyfisveitingar til leigubílaksturs. Til dæmis verður ekki nauðsynlegt að starfrækja leigubílastöð, fjöldaatakmarkanir varðandi starfsleyfi verða lagðar af og lágmarks vinnuskylda leigubílstjóra verður afnumin. Samtök leigubílstjóra óttast að breytingarnar skerði mjög þjónustu og rústi afkomumöguleikum leigubílstjóra sem hafa starfað lengi í faginu.

Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag en frumvarpið má sjá hér og umsögn Bandalags íslenskra leigubílstjóra og Bifreiðastjórafélagsins Fram um frumvarpið er hér.

Markmið nýju laganna er að auka frelsi á leigubílamarkaðnum og tryggja örugga og góða þjónustu fyrir notendur leigubíla. Auk ofangreindra breytinga minnka kröfur til þeirra sem fá leyfi til aksturs. Ekki verður nauðsynlegt að fyrir leigubílstjóra að starfa á leigubílastöð til að starfrækja leigubíl.

Í umsögn sinni benda samtök leigubílstjóra á að afleiðingar af rýmkum reglna um leigubílaakstur í Finnlandi séu slæmar. Segja samtökin nauðsynlegt að innleiða breytingarnar í þrepum en ekki allar í einu svo ekki hljótist af óafturkræfur skaði. Þá vara samtökin mjög við því að slakað verði á vinnuskyldu leigubílstjóra því það geti leitt til þess að nýir aðilar keppi við bílstjóra sem hafa verið lengi á markaðnum um vænlegustu tækifærin en sinni ekki þjónustu þar sem er minni eftirspurn. Þannig verði bæði afkomu gróinna bílstjóra og þjónustu við almenning stefnt í hættu.

Samtökin vara við farveitur á borð við Uber og segja um starfsemi þeirra erlendis:

„…það eru til langir listar yfir misferli þeirra og verið er að leggja bann við þeim í sífellt fleiri borgum og ríkjum fyrir óheiðarlega samkeppni, svart hagkerfi, ofbeldi, hærri slysatíðni og svo lengi má telja. Vitað er til þess að farveitur hækki verðlag eftir því sem eftirspurnin eykst. Þá viljum við benda á þann útbreidda vanda sem fylgir farveitunum, að þeir bílstjórar sem starfa í gegnum snallforrit, taka auk þess ferðir af götunni, án þess að þær hafi verið skráðar inn í kerfið við upphaf ferðar. Þetta er yfirstandandi óöryggi viðskiptavina í þeim löndum þar sem slík þjónusta starfar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum