fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Katrín minnist Guðrúnar: „Hennar verður sárt saknað“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist Guðrúnar Ögmundsdóttur með hlýjum orðum í færslu á Facebook-síðu sinni. Guðrún lést á nýársdag, 69 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein.

„Guðrún Ögmundsdóttir var ein þeirra stjórnmálamanna sem naut virðingar þvert á flokka og átti vini í ólíkum kimum samfélagsins. Hún var ötul baráttukona fyrir mannréttindum og jafnrétti og hreif fólkið í kringum sig með sér í þeirri baráttu. Ég kynntist henni bæði á vettvangi stjórnmálanna og stjórnarráðsins og alltaf tók hún mér með hlýju og gleði af því að hún var manneskja með stórt hjarta sem sannanlega gerði heiminn betri. Hennar verður sárt saknað,“ segir Katrín.

Guðrún sat bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Hún vann auk þess ýmis önnur störf, en hún var til dæmis í stjórn fjölda félaga á lífstíð sinni.

Fjölmargir hafa minnst Guðrúnar með fallegum orðum undanfarinn sólarhring. Egill Helgason, fjölmiðlamaður sagði til dæmis:

„Gunna var raunar þeirrar gerðar að hún gat talað við alla, háa sem lága, hún fór ekki í manngreinarálit, hún gat átt samskipti við andstæðinga sína í pólitík – öllum líkaði vel við Gunnu, mátu heiðarleika hennar, hreinskiptni – og svo auðvitað húmorinn.

Ég held ég hafi aldrei heyrt neinn mann tala illa um Guðrúnu Ögmundsdóttur. Pólitíkin væri betri ef væri fleira fólk eins og hún. Hún vildi vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum