fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Aukin bílasala í desember en mikil fækkun yfir árið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. janúar 2020 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala nýrra fólksbíla í desember 2019 var 587 bílar samanborið við 482 bíla í desember 2018. Salan í desember jókst því um 22% miðað við desember 2018. Er þetta í fyrsta sinn síðan í janúar 2018 sem söluaukning í stökum mánuði á sér stað á milli ára.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Heildarbílasala ársins var á hinn bóginn 34,8% minni en árið á undan. Samtals seldust 11.728 nýir fólksbílar á árinu 2019 en 17.976 bílar árið 2018.

Þrátt fyrir þetta er bílasala ársins 2019 yfir meðaltali frá áramótum en lægri en hún hefur verið allra síðustu ár. Á móti kemur að árin 2016, 2017 og 2018 eru mjög stór í bílasölu í sögulegu samhengi.

Mest selda bíltegundin á árinu var Toyota, þar á eftir KIA og þriðja mest selda tegundin var Hyundai.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“