Tónlistarstjarnan Svala Björgvinsdóttir varð að hætta skyndilega við fyrirhugaða tónleika á Ráðhústorginu á Akureyri vegna óvæntra veikinda. Hún segir frá þessu í tilkynningu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsi:
„Þykir rosaleitt að ég varð að hætta við giggið áðan á Ráðhústorgi. Það leið yfir mig bak við og ég var keyrð upp á spítala þar sem verið er að rannsaka hvað kom fyrir. Vildi bara láta ykkur vita, elskurnar mínar!“
Atvikið mun hafa átt sér stað í gær, laugardag, en Svala átti að koma fram á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu.