Birna Sif Bjarnadóttir, skólastjóri Ölduselsskóla, varð bráðkvödd að heimili sínu á fimmtudaginn, 37 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjár dætur. Greint var frá andlátinu í tilkynningu í Morgunblaðinu í dag.
Birna starfaði í áratug sem kennari við Ölduselsskóla. Síðan tók hún við sem deildarstjóri einn vetur í Flataskóla í Garðabæ, var aðstoðarskólastjóri einn vetur í Breiðholtsskóla og loks sneri hún aftur í Ölduselsskóla á síðasta ári sem skólastjóri.