fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Hallgrímur ræðst gegn Vigdísi – „Af hverju eiga popúlistarnir að fá að blaðra og ljúga athugasemdalaust?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason rithöfundur mundar Facebook-pennann sinn til höfuðs Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, fyrr í dag. Umfjöllunarefnið er Kastljóssþáttur RÚV í gærkvöld þar sem Vigdís Hauksdóttir og Pawel Bartoszek ræddu borgarmálin við Einar Þorsteinsson hjá RÚV. Var þar mikið rætt um eineltiskvartanir Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra hjá borgarstjóra og borgarritara, á hendur Vigdísi, og svokallað rannsóknarferli á vegum eineltis- og áreitnitsteymi Reykjavíkur, sem hefur verið virkjað í málinu, og Vigdís beðin um að leggja fram upplýsingar. Vigdís, sem neitar að taka þátt í rannsóknarferlinu, telur fráleitt að hún hafi lagt Helgu Björg í einelti enda hafi þær hist örsjaldan. Þá hefur Vigdís bent á að Helga Björg hafi komið við sögu í eineltismáli gegn starfsmanni borgarinnar þar sem borgin var dæmd í órétti.

Hallgrímur áfellist Vigdísi fyrir að hafa birt meint trúnaðargögn um málið á Facebook-síðu sinni en Vigdís hefur bent á að gögnin hafi ekki lengur verið trúnaðargögn eftir að þau voru opinberuð henni. Hallgrímur segir að einelti Vigdísar gegn starfsmanninum hafi meðal annars verið fólgið í miklum fjölda neikvæðra athugasemda um Helgu Björg og störf hennar á Facebook, auk þess að hún hafi vegið að henni í viðtölum. Hallgrímur skrifar:

 

Það var heldur slappt Kastljósið í gær þar sem skautað var yfir Vigdísarmálin í Ráðhúsinu á svo yfirborðslegan hátt að enginn var nokkru nær. Það er ansi hart þegar hlutlaus embættismaður í kerfinu er hundeltur svo árum skiptir af kjörnum fulltrúa sem skítnýtir sér allt sem til fellur í baráttu sinni fyrir eigin frama, jafnvel starfsmannamál innanhúss sem eiga þó að vera í skjóli frá pólitíkinni.

Það er líka ansi hart þegar umræða í fjölmiðlum um eineltismál byggir á trúnaðargögnum sem gerandinn (Vigdís) hefur opinberað á samfélagsmiðli af tómri ósvífni og hefnigirni, svona rétt til að sanna að um einelti sé að ræða af hennar hálfu, og þeim sama geranda er svo einum boðið til umræðunnar en ekki fórnarlambinu. Í þættinum var þó ekkert minnst á þessa ósvífnu og eineltislegu birtingu hennar á trúnaðargögnum! (Ó, íslenskir fjölmiðlar…)

Embættiskona sem lendir í slíkri umræðu, og slíkri útúrsnúningsvél sem Vigdís er, á ekki marga kosti, en ég dáist þó að því að hún reyni að bera af sér eineltið og ásakanirnar og taka slaginn við Vigdísi, það kemur enginn hreinn frá slíkum eðjuslag. En afhverju eiga popúlistarnir að fá að blaðra og ljúga athugasemdalaust? Nokkrar staðreyndir: Embættiskonan var ekki dæmd, eins og Einar í Kastljósinu hélt fram, heldur borgin, (hún var ekki einu sinni aðili máls).

Embættiskonan hefur aldrei tjáð sig beint um Vigdísi. Vigdís hefur aðeins hitt hana þrisvar segir hún, en hefur hinsvegar vegið að henni yfir 40 sinnum á Facebook, sem og í viðtölum víða, auk þess að birta á vegg sínum fjölda gagna um málið sem merkt eru „trúnaðarmál“.

Meginorsökin að þessu öllu sést þó vel þegar dómur héraðsdóms er lesinn: Í ráðhúsinu starfaði greinilega útbrunninn karlmaður sem fjármálastjóri og meikaði ekki að kona yngri en hann væri orðinn yfirmaður hans og byrjuð að færa honum verkefni að vinna. Þegar hann neitar ítrekað að vinna verkin sín þá þarf konan á endanum að veita honum áminningu. Í réttinum tókst karlinum hinsvegar greinilega að ljúga eina dómara málsins á sitt band. Þetta mál er því í grunninn „feðraveldið vs femínisminn“ og tengist þannig öðrum málum dagsins, þar sem konum er ítrekað refsað fyrir afbrot karlmanna. Minni því fólk á að styrkja Málfrelsissjóðinn góða á Karolinafund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu