Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn eftir að hann fór inn í söluturn vopnaður exi. Lögreglumenn voru skammt frá söluturninum þegar tilkynningin barst og var maðurinn handtekinn innan við 4 mínútum eftir að tilkynning barst. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann var í annarlegu ástandi og með meint fíkniefni í fórum sínum.
Á sjötta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi. Tveir menn voru þar að kíkja inn um glugga á húsum. Þeir fundust ekki en lögreglan hvetur fólk til að tilkynna um hvers lags grunsamlegt athæfi.