fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Ruddist inn á ókunnuga á nærbuxunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. desember 2019 09:24

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Breiðholti 109 í gærkvöldi. Maðurinn var á nærbuxunum einum fata, blóðugur á höndum eftir að hafa brotið rúðu og var búinn að ryðjast inn í íbúð hjá ókunnugum. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en einnig barst tilkynning um eignaspjöll í Árbæjarskóla í hverfi 110. Alls fimm rúður voru brotnar.

Einnig var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 101. Umræddur maður var grunaður um eignaspjöll og þjófnað en hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöld og í nótt. Tveir voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, tveir óku alltof hratt, einn fór yfir á rauðu ljósi og annar var á númerslausum bíl. Síðasti ökumaðurinn var án ökuréttinda, sem hann hefur aldrei öðlast, en að sögn lögreglu er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann er tekinn við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021